Erlent

Málverka Munchs enn leitað

Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af ræningjunum sem gengu með tvö þekktustu málverk Edvards Munchs, Ópið og Madonnu, út úr listasafni hans í Ósló í gær. Ræningjarnir hafa heldur ekki haft samband til yfirvöld til að krefjast lausnargjalds, eins og búist var við. Flóttabíll ræningjanna er fundinn, sem og rammar sem málverkin voru í, og segja talsmenn lögreglu ekki hægt að útiloka að lífsýni finnist á þeim sem leitt gætu til ræningjanna. Norskir fjölmiðlar segja myndirnar um sex hundruð og fimmtíu milljón norskra króna virði en það samsvarar 6,9 milljörðum króna. Það sem verra er: myndirnar voru ekki tryggðar. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Myndin sýnir ramma málverkanna þar sem þeir fundust í Ósló í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×