Erlent

Fimm látast í Fallujah

Fimm hið minnsta fórust í sprengjuárásum á borgina Fallujah í Írak í nótt, en þar hefur andspyrna verið mikil frá upphafi. Árásirnar hófust á ný í morgun. Raunar hafa bandarískar orrustuvélar varpað sprengjum á borgina nánast daglega undanfarna viku. Fallujah er ein meginbækisstöð andspyrnu og skæruliða í Írak, en það eru einkum Súnnítar sem þar búa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×