Erlent

Milljónir deyja vegna reykinga

Fimm milljónir manna létust í heiminum árið 2000 vegna reykinga samkvæmt rannsókn fræðimanna í Harvard í Bandaríkjunum og Háskólanum í Queensland í Ástralíu. Meira en helmingur þeirra sem létust voru á aldrinum 30 til 69 ára og meira en 75 prósent þeirra sem létust voru karlmenn. Algengasta dánarorsökin voru hjarta- og æðasjúkdómar og lungnakrabbamein. Talið er að rekja megi tíu prósent allra dauðsfalla fullorðinna á síðari hluta 20. aldar til sjúkdóma sem tengjast reykingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×