Erlent

Sakaðir um harðneskju

Forsvarsmenn bandarískra mannréttindasamtaka lýsa áhyggjum af því hversu harkalega hefur verið gengið fram gegn mótmælendum þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur verið með kosningasamkomur að því er fram kemur í Washington Post. "Allir forsetar hafa á einum tíma eða öðrum viljað þagga niður í fólki. Hafandi sagt þetta virðist vera meira um það nú en áður," sagði Christopher Hansen, lögmaður American Civil Liberties Union. Vitað er um tugi atvika síðustu vikurnar þar sem mótmælendur hafa verið handteknir þar sem von er á forsetanum, þeir fjarlægðir af vettvangi og kærur felldar niður þegar forsetinn er á bak og brott og samkoman afstaðin. "Það er ljóst að sum öryggissvæðin byggja ekki á málefnalegum öryggissjónarmiðum. Þau byggja á því að forsetinn sjái ekki einhverja sem eru ósammála honum, nokkuð sem grefur undan hugmyndinni á bak við fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar," sagði Alex Vitale, félagsfræðiprófessor við Brooklyn-háskóla, og vísaði til málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×