Erlent

Tapaði stórfé á að glæða eldinn

Seinheppinn Norðmaður varð 160 þúsund íslenskum krónum fátækari þegar hann kom þreyttur og drukkinn heim úr gleðskap og glæddi eld í arni sínum. Þegar maðurinn kom heim í kalda og dimma íbúð sína á Lofoten sá hann að enn var glóð í arninum. Hann þreifaði því eftir pappír til að glæða eldinn. Fljótlega fann hann pappírsbunka sem hann bar á glæðurnar. Þegar eldurinn tók við sér og tók að lýsa upp herbergið sá maðurinn sér til skelfingar að hann hafði gripið seðla sem hann fékk sem greiðslu fyrir sölu listaverks fyrr um daginn. Þeir fuðruðu upp án þess að hann fengi nokkuð að gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×