Erlent

Kerry sakar Bush um hræðsluáróður

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, sakar George Bush Bandaríkjaforseta um að reka hræðslu- og óhróðursherferð gegn sér. Kerry segir Bush grípa til þessara ráða því hann sé hræddur við að ræða um atvinnumál, heilbrigðismál og stríðið í Írak. Kerry hefur undanfarið staðið í ströngu við að hrekja ásakanir sem gerðu lítið úr herþjónustu hans í Víetnam. Kerry segir að Bush hafi staðið á bak við auglýsingarnar. Hann reynir nú að beina athyglinni aftur að innanlandsmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×