Erlent

Hvít hjón eignast svört börn

Ítölsk hjón með hvítan hörundslit krefjast nú bóta frá sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum, þar sem þeim fæddust hörundsdökkir tívburar. DNA rannsókn hefur nýlega leitt í ljós að faðir tvíburanna er frá Norður-Afríku. Stjórnendur sjúkrahússins hafa fyrirskipað rannsókn til að skera megi úr um hvað fór úrskeiðis. Alls voru þrjár konur frjóvgaðar með sæði eiginmanna sinna á sjúkrahúsinu, sama dag og tvíburamóðirin. Ekki hefur enn fengist óyggjandi niðurstaða í því hvort mistökin áttu sér stað eftir að eggin voru frjóvguð eða hvort eggin voru frjóvguð með vitlausu sæði. Þannig er ekki vitað hvort Ítalska móðirin er líffræðileg móðir tvíburanna sem eru nú fjögurrra ára, eða eiginkona Norður afríska mannsins eða þriðja konan sem einnig gekkst undir tæknifrjóvgun sama dag og hinar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×