Erlent

Reyndu að komast til Spánar

Sextíuogfjórir Marokkóbúa voru handteknir þegar þeir reyndu að smygla sér ólöglega á litlum gúmmíhraðbáð til Spánar. Hraðbáturinn var stöðvaður við strendur Marokkó í gær og voru allir um borð handteknir vegna gruns um að vilja flýja til Evrópusambandsins. Á hverju ári reyna þúsundir Marokkóbúa að flýja til Spánar og hætta lífi sínu um leið. Evrópusambandið hefur þrýst á stjórnvöld í Marokkó og nágrannalöndum þess að reyna að koma í veg fyrir að skilríkjalausir Afríkubúar nái til Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×