Erlent

Fuglaflensuveiran finnst í svínum

Vísindamenn í Kína telja sig hafa fundið hina skæðu fuglaflensuveiru í svínum þar í landi, og segjast þeir hafa fundið hana á nokkrum bóndabæjum í Kína. Yfir 20 manns létust og um 200 milljónir fuglar voru drepnir, þegar fuglaflensufaraldur gekk yfir Asíu fyrr á þessu ári. Smit veirunnar yfir í svínin hefur ekki verið staðfest en ef rétt reynist gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna. Alþjóða heilbrigðisstofnunin segir, að ef í svínunum finnist bæði fugla og manna-veira, gætu þessi tvö afbrigði virkað saman til að búa til tegund sem auðveldlega gæti smitast til manna. Kínverkur vísindamaður, Chen Hualan, sagði frá því á föstudag að fuglaflensuveiran hefði fundist í svínum, hún sagði þó einnig að flensan hefði áður fundist í svínum í Kína árið 2003. Alþjóða heilbrigðisstofnunin segist þó ekki hafa vitað af neinum slíkum tilfellum fyrr en Chen tilkynnti það í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×