Erlent

Höfðar mál gegn fangelsi

Bretinn Richard Reid, sem dæmdur var í lífstíðar fangelsi, fyrir að gera tilraun til að sprengja farþegaflugvél American Airlines, með sprengiefni sem hann kom fyrir í skóm sínum, hefur höfðað mál gegn bandarískum fangelsismálayfirvöldum. Reid kvartar yfir því að vera haldið í einangrun og það án þess að hafa aðgang að trúarritum á arabísku. Það var þremur mánuðum eftir árásirnar, 11. september, að Reid reyndi að komast í vélina með sprengibúnaðinn. Hann krefst nú sömu réttinda og aðrir fangar, en yfirvöld hafa ekki talið óhætt að veita honum aðgang að tölvupósti, síma, eða fjölmiðlum. Þá hafa engir mátt heimsækja Reid í fangelsið, frá því hann hóf afplánun í febrúar árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×