Erlent

Afhenda Sistani moskuna

Liðsmenn Moqtada al-Sadr munu afhenda al-Sistani æðsta klerk sjíta, Ali moskuna í Najaf í Írak. Enn er á huldu hvar al-Sadr sjálfur heldur sig. Misvísandi fregnir berast þó enn af stöðu mála. Samkvæmt AP fréttatofunni hefur al-Sistani þegar fengið lyklavöld, en aðrar fréttastofur herma að viðræður standi yfir, eða fari fram síðar í dag. Átökum sem staðið hafa yfir við moskuna er lokið, sem þykir boða gott, en hún er álitin einn helgasti staður sjítamúslíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×