Erlent

Árás á Abu Grahib

Sprengjuárás var gerð á Abu Grahib fangelsið í Írak í nótt, að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Erlendur verktaki særðist lítilsháttar í árásinni en talsmaðurinn vildi ekki gefa upp þjóðerni mannsins. 2300 fangar eru í fangelsinu en það varð frægt fyrr á árinu þegar upp komst um pyntingar bandarískra fangavarða á írökskum föngum innan veggja þess.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×