Erlent

Maður svífur yfir Everest

Ítalski ævintýramaðurinn Angelo D´Arrigo varð í síðasta mánuði fyrstur manna til að fljúga á svifflugu yfir hæsta fjalli heims, Everest-fjall. Hann var ekki einn í för því með honum sveif sjaldgæfur örn frá Nepal sem Angelo leiddi til heimkynna sinna á nýjan leik. Angelo segist hafa þjálfað sjálfan sig og örninn Geu við eldfjalllið Etnu á síðasta ári. Fljótlega hafi þó dæmið snúist við og örninn orðið kennari hans og kennt honum að fljúga að arnarsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×