Erlent

Viðvörun til Ólympíufara

Nýsjálenska utanríkisráðuneytið sendi í morgun frá sér ferðaviðvörun til þeirra sem hyggjast ferðast til Aþenu og vera þar við Ólympíuleikana sem fara fram síðar í sumar. Nýsjálendingar telja mikla hættu á hryðjuverkum og sendu því viðvörun frá sér. Máli sínu til stuðnings er bent á nokkurn fjölda sprenginga sem urðu fyrr í sumar. Ástralir og Kanadamenn hafa sent frá sér samskonar viðvaranir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×