Erlent

Norska stjórnin stokkuð upp

Ríkisstjórn Noregs verður að öllum líkindum stokkuð upp í dag samkvæmt fregnum norskra fjölmiðla í morgun. Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra mun væntanlega skipta nokkrum ráðherrum út og eru sjávarútvegsráðherrann Svein Ludvigsen, atvinnumálaráðherrann Ansgar Gabrielsen og félagsmálaráðherrann Ingjerd Schous talin verða rekin. Í stað þeirra koma líkast til ný inn þau Knut Arils Hareide, formaður Kristilega fólksflokksins, og Thorhhild Widwey, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu. Þessu til viðbótar munu heilbrigðisráðherrann Dagfinn Höybråten og umhverfisráðherrann Börge Brende taka við nýjum embættum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×