Erlent

Hjónavígslur úr kirkjunum

Helmingur danskra presta vill fá hjónavígslur úr kirkjunum samkvæmt nýrri könnun og hefur danski biskupinn lýst yfir mikilli hryggð vegna þess. Telja prestarnir að vígslur hvers konar eigi betur heima í ráðhúsum en í heilögum kirkjum þrátt fyrir að hjónavígslur dragi mun fleiri í kirkju en guðsþjónustur. Voru yfir tvö þúsund prestar spurðir og reyndust 53 prósent þessarar skoðunar en undanfarið hafa verið deilur innan dönsku kirkjunnar um hjónavígslur samkynhneigðra. Danski biskupinn, Jan Lindhardt, er ósammála meirihlutanum og kallar niðurstöðuna heimskulega. "Ef við giftum fólk ekki í kirkjum er heldur engin ástæða til að skíra eða ferma börn þeirra síðar. Þá enda prestar eins og þeir sem neita að vígja fráskilið fólk; einir út í horni og úr takti við samfélög sín."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×