Erlent

Fjöldi fórst í fellibyl

Um 50 manns hafa farist í fellibylnum Aere sem gekk yfir Taívan og meginland Kína í gær og í fyrradag. Talið er að viðbrögð stjórnvalda hafi bjargað mörgum en rúmlega einni milljón íbúa Kína og tæplega milljón íbúum Taívan var gert að yfirgefa heimili sín á þekktum flóðasvæðum áður en fellibylurinn kom að landi. Mest tjón varð á Taívan þar sem flóð gerðu mikinn usla og settu hvern bæinn á fætur öðrum á kaf á tímabili. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og óljóst hversu mikið tjón hefur orðið en það skiptir milljörðum króna. Er þetta annar fellibylurinn á stuttum tíma sem veldur miklu tjóni á þessum slóðum en sá fyrri olli dauða 154 manna í Kína. Miklar rigningar fylgdu fellibylnum og telja stjórnvöld það lán í óláni þar sem miklir þurrkar hafa geisað síðustu mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×