Erlent

Skjaldbökur frelsaðar

Fjórar skjaldbökur, sem fundust nær dauða en lífi á ströndinni í Cape Cod í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hlutu í gær frelsi eftir að hafa notið umönnunar í sædýrasafni þar skammt frá. Sjálfboðaliðar og vísindamenn hafa undanfarna mánuði gert allt hvað þeir gátu til að hressa upp á skjaldbökurnar og búa þær undir lífið í hafinu á ný. Í gær voru sendar festir á þær og þeim veitt frelsi, sem þær virtust taka fagnandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×