Erlent

Fátt nýtt í svörtu kössunum

Eftir að hafa rannsakað svörtu kassa rússnesku flugvélanna tveggja sem fórust í gær eru rannsóknarmenn engu nær um ástæður slysanna. Þó er vitað að áhöfn annarrar flugvélarinnar þrýsti á neyðarhnapp áður en slysið varð en ekkert var tilkynnt í gegnum talstöð. Talsmaður forsetans, Vladimir Putin, sagði að svo virtist sem svörtu kassarnir hefðu slökkt á sér um leið, það benti líklega til þess að slysin urðu mjög skyndilega. Ekki hafa enn fundist merki um að skemmdarverk en hryðjuverk hafa samt sem áður ekki verið útilokuð. Þjóðarsorg ríkir í Rússlandi og hefur skemmtidagskrá verið kippt út úr dagskrá sjónvarps og leikhúsa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×