Erlent

Hótanir frá Pyongyang

Norður-kóresk stjórnvöld hafa hótað því að gera tilraunir með kjarnorkusprengingu ef Bandaríkjastjórn verður ekki að skilyrðum þeirra fyrir því að hætta þróun kjarnorkuvopna. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir ónefndum, háttsettum embættismanni. Norður-Kóreustjórn hefur farið fram á það við Bandaríkjastjórn að hún tryggi sér raforku sem dugar fyrir fjórðungi af orkuþörf landsins gegn því að hún hætti frekari þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að stjórnvöld í Pyongyang gangi skrefinu lengra og rífi alla aðstöðu til gerðar kjarnorkuvopna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×