Erlent

Hryðjuverkaleiðtogi drepinn

Hermenn í Alsír drápu Nabil Sahraoui, einn eftirlýstasta hryðjuverkamann Norður-Afríku, á fimmtudagskvöldið. Hann var yfirmaður Salafist-hópsins sem var í tengslum við al-Kaída, samtök Osama bin Laden, samkvæmt talsmönnum hersins. Stór hluti hópsins var upprættur í bardaganum og báru menn úr lögreglunni kennsl á lík hryðjuverkamannsins. Dauði Sahraoui er stór sigur fyrir ríkisstjórnina, sem reynir hvað hún getur til þess að bæla niður íslamska ófriðarseggi í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×