Erlent

Clinton gagnrýnir Bush

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir það hafa verið mistök hjá stjórn George Bush að ráðast til innrásar í Írak án samþykkis og samvinnu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í viðtali sem birt verður í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur innan tíðar en Clinton fékkst í viðtal vegna útgáfu nýrrar bókar hans um sitt eigið líf. Hann segir íbúa Íraks án efa búa við betri skilyrði eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli en telur þó að starfsemi hryðjuverkamanna í landinu hafi aukist eftir innrásina og segir að varast verði að leyfa þeim að ná fótfestu þar. Hann segir innrásina hafa verið þess virði þrátt fyrir að tímasetning Bush hafi ekki verið sem best að hans áliti. Bók Clintons, My Life, kemur út næstu daga í Bandaríkjunum en þar segir hann hispurslaust frá lífi sínu frá unga aldri fram til dagsins í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×