Erlent

Afturgenginn í hvalslíki

Tilraunir til að bjarga villtum háhyrningi við strendur Kanada valda nú deilum milli líffræðinga og ættflokks indíána. Háhyrningurinn hefur haldið til í höfn þorpsins Gold River síðustu þrjú árin og heimamenn kalla hann Luna. Stjórnvöld eru á því að nærvera hans stefni öryggi íbúanna í hættu og vilja að hann snúi aftur til fjölskyldu sinnar. Hópur frumbyggja hefur sett sig upp á móti flutningi hvalsins og segja hann aftursnúinn leiðtoga sinn í hvalslíki. Háhyrningurinn nuddar sér mikið utan í báta hafnarinnar og skapar hættu á að farþegar falli útbyrðis og drukkni. Vísindamenn segja Luna einmana. Þeir vilja koma honum um borð í flutningabíl og keyra hann 300 km í suður þar sem fjölskylda hans bíður í sjónum. Indíánar hafa stöðvað framkvæmdirnar á þeim forsendum að leiðtogi þeirra hafi lofað á dánarbeðinum að endurfæðast og snúa aftur í hvalslíki. Þremur dögum eftir lát hans hafi Luna fyrst sést í höfninni og ekki farið síðan. Stjórnvöld segjast munu flytja Luna í næstu viku. Þangað til mega frumbyggjarnir biðja með hvalnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×