Erlent

Konur og börn á meðal látinna

Yfirvöld í Falluja í Írak segja að konur og börn hafi verið á meðal hinna látnu er 22 létu lífið í loftárás Bandaríkjamanna í gær. Bandaríkjamenn telja hins vegar að þeir hafi ráðist á bækistöð erlendra hryðjuverkahópa. Lögregla í borginni segir að aðkoman eftir árásina hafi verið hrikaleg og að konur og börn og hafi verið í meirihluta hinna látnu. Þar hafi aldrei verið starfandi erlendir hryðjuverkahópar heldur hafi aðeins óbreyttir borgarar látið lífið. Forsætisráðherra Íraks tekur undir með Bandaríkjamönnum og segir árásina hafa verið gegn útlendum hryðjuverkamönnum. Fjórir létust einnig í flugskeytaárás á heimili innanríkisráðherra Íraks í nótt. Ráðherrann var ekki heima en fjórir lífverðir hans féllu í árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×