Erlent

Umheimurinn sinnulaus

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, segir að stofnunin beri ekki ábyrgð á sinnuleysi umheimsins vegna blóðugra átakanna í Súdan. Mörg hjálparsamtök hafa gagnrýnt að fáir virðast sýna viðleitni til hjálpar í þessu stríðshjráða landi en sögur herma að þar fari fram þjóðarmorð á íbúum landsins. Annan, sem var yfirmaður friðargæslu SÞ í Rúanda þegar þjóðarmorðin þar áttu sér stað hefur fengið sinn skerf af gagnrýni vegna þessa en yfir ein milljón manna hafa flúið frá Súdan að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×