Erlent

Lestur á undanhaldi

Innan við helmingur átján ára og yngri í Bandaríkjunum lesa eða hafa lesið bókmenntir af einhverju tagi. Kemur þetta fram í könnun sem Hagstofa Bandaríkjanna stóð fyrir árið 2002. Þar kemur skýrt fram að þrátt fyrir tímabundnar vinsældir bókarinnar af og til sé lestur þeirra á miklu undanhaldi í landinu öllu. Sérstaklega á það við um skáldsögur, ljóð og leikrit en sérfræðinga greinir þó á um hvort niðurstöðurnar séu í raun slæmar. "Helmingur landsmanna er að lesa og ég er ekki frá því að það sé dágóður árangur," segir Kevin Starr, prófessor í bókmenntum við háskóla Suður-Kaliforníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×