Erlent

Tekinn af lífi

Íraskir andspyrnumenn skutu bandarískan gísl til bana samkvæmt tilkynningu sem birtist á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Bandaríski hermaðurinn Keith Maupin var tekinn í gíslingu í apríl síðastliðnum ásamt sjö öðrum Bandaríkjamönnum. Í tilkynningu frá samtökunum sem tóku Maupin haldi kom fram að hann hafi verið veginn vegna þess að bandarísk stjórnvöld hafa ekki breytt stefnu sinni í landinu. Maupin er tvítugur að aldri en samtökin sem rændu honum eru ekki þekkt. Með tilkynningunni fylgdu myndbönd, annað sem sýndi Maupin skömmu eftir handtöku hans. Hitt var í lélegum gæðum sem sýnir mann sem sagður er vera Maupin með bundið fyrir augun og var sagt að hann yrði skotinn í hnakkann og grafinn en aftakan sjálf var ekki sýnd. Það er ekki ljóst hvað upptakan er gömul. Lík af fimm þeirra sem var rænt ásamt Maupin í apríl fundust stuttu eftir að þeir voru numdir á brott. Þeir voru allir óbreytti borgarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×