Erlent

Voru efnin horfin fyrir löngu?

Fréttalið frá NBC fréttastofunni greindi í morgun frá því að sprengiefnin, sem geymd voru í al-Qaqaa vopnageymslunni í Írak og eru horfin, hafi verið horfin þaðan þegar hópurinn kom þangað í fylgd með bandarískum hermönnum daginn eftir að Bagdad féll í hendur innrásarliðsins. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðakjarnorkustofnunin höfðu fylgst með geymslunni þar til rétt fyrir innrásina, og hvatt bandarísk yfirvöld sérstaklega til að hafa gætur á henni vegna efnanna, sem meðal annars má nota við kjarnorkuvopn. Hvarf sprngiefnanna komst ekki í hámæli fyrr en fyrir nokkrum dögum og hefur John Kerry forsetaframbjóðandi óspart notfært sér það í gagnrýni á Bush forseta. Óljóst er hvort þessi tímasetning á hvarfi á 380 tonnum af bráðhættulegu sprengiefni breytir einhverju í kosningabaráttunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×