Erlent

Sendiskrifstofur opnaðar í Úganda

Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa ákveðið að gera umdæmisskrifstofur stofnunarinnar í Úganda og Malaví að sendiskrifstofum Íslands . Opnun sendiskrifstofu Íslands í Úganda fer fram í höfuðborginni Kampala þann 22. júní og opnun sendiskrifstofu Íslands í Malaví í höfuðborginni Lilongwe þann 30. júní. Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun fyrir hönd utanríkisráðherra formlega opna sendiskrifstofu Íslands í Malaví, en ráðherrann verður þar staddur í opinberri heimsókn. Markmiðið er að efla tengls við þessi samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu enn frekar. Umdæmisstjórar hljóta titil staðgengils sendiherra en sendiherra Íslands gagnvart ríkjunum verður eftir sem áður staðsettur í Mósambík. Umdæmisstjórar Þróunarsamvinnustofnun í Úganda og Malaví eru Ágústa Gísladóttir og Þórdís Sigurðardóttir, en sendiherra Íslands er Benedikt Ásgeirsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×