Erlent

Götuvændi dregst saman um 90%

Sænskir glæpaskúnkar og fjárkúgarar eru farnir að hóta fórnarlömbum sínum að beita lögreglunni og dómstólum fyrir sig við innheimtuaðgerðir sínar. Þessi furðulega staða að skúrkar beiti fyrir sig lögreglunni við innheimtuaðgerðir, er kominn upp í kjölfar nýlegra laga sem sakfella þá, sem kaupa sér vændi. Skúrkarnir njósna um viðskiptavini vændiskvenna og beita þá síðan fjárkúgun, ella láti þeir lögregluna vita. Götuvændi hefur, meðal annars vegna þessa, dregist saman um 90 prósent í Svíþjóð eftir gildistöku laganna. Á móti hefur vændistilboðum fjölgað á netinu. Vændiskonur götunnar, sem þar eru enn að löglegum störfum, þar sem þær mega lögum samkvæmt selja þjónustu sína, þótt ólögleglegt sé að kaupa hana, kvarta hinsvegar yfir því að venjulegir karlar þori ekki lengur að eiga við þær viðskipti. Einu viðskiptavinirnir sem eftir eru, séu ofbeldishneigðir öfuguggar. Starfið sé því orðið mikið hættulegra en áður, þar sem þeir vilji gróft kynlíf. Margir neiti að nota smokka og enn aðrir neiti svo að borga og hafi í hótunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×