Erlent

Kvæntir menn með hærri laun

Kvæntir menn í Bandaríkjunum eru með um ellefu prósent hærri laun en þeir sem ekki eru kvæntir að því er fram kemur í Sjónarhóli tímariti KPMG. Muninn er ekki hægt að skýra með mismunandi menntun eða starfsaldri þar sem tekið var tillit til slíkra þátta. Laun fráskildra manna eru lægri en kvæntra og hærri en laun þeirra manna sem aldrei hafa verið kvæntir. Nokkrar tilgátur hafa verið lagðar fram um af hverju þessi launamunur stafar þó er enn ekki vitað um skýringu þess að hjónaband er mönnum til fjár. Í greininni er ýmsu velt upp eins og hvort hjónaband geri karlmenn að betri mönnum og hvort framleiðni manna aukist við það að kvænast. Þá er ein tilgátan sú að atvinnuveitendur og væntanlegar eiginkonur sækist eftir svipuðum eiginleikum í fari manna. Vilja að þeir séu áreiðanlegir, viðbragðsgóðir, ráðagóðir og jafnvel viðráðanlegir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×