Erlent

Sleppt úr haldi Írana

Írönsk stjórnvöld létu átta breska hermenn af hendi í gær en þeir voru teknir höndum eftir að varðbátar þeirra höfðu siglt inn í íranska landhelgi á mánudag. Mennirnir voru keyrðir í breska sendiráðið í Teheran eftir þriggja daga viðræður fulltrúa landanna. Afhendingu þeirra var mótmælt af írönskum harðlínumönnum sem efndu til mótmæla fyrir framan sendiráðið. "Rétta verður yfir bresku njósnurunum," stóð á borða sem mótmælendur héldu á lofti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×