Erlent

Komu Bush mótmælt

Sprengja sprakk fyrir framan hótelið þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst dvelja er hann sækir Tyrkland heim um helgina. Lögregluþjónn slasaðist alvarlega í sprengingunni, sem ekki er vitað hver ber ábyrgð á. Bush kemur til höfuðborgarinnar Ankara seint á laugardagskvöld. Hann mun hitta forseta og forsætisráðherra landsins að máli á sunnudag áður en fundur æðstu yfirmanna NATO hefst í Istanbul á mánudag. Fyrirhugaðri komu Bush til Tyrklands hefur verið mótmælt kröftuglega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×