Erlent

Óveður geisar í Þýskalandi

Tveir hafa látist og nokkrir slasast í gríðarlegu óveðri sem hefur geisað í Þýskalandi undanfarna tvo daga. Í óveðrinu hafa tré rifnað upp með rótum, fjölmargir bílar skemmst og þök hreinlega fokið af húsum. Í neðra Saxlandi lést maður þegar tré féll á hann og í Bæjaralandi drukknaði 62 ára maður þegar bátnum hans hvolfdi í óveðrinu. Yfir 200 björgunarsveitarmenn gera nú við skemmdir sem urðu vegna óveðursins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×