Flottar neglur fyrir allar konur 24. júní 2004 00:01 Stöðugt verður algengara að konur skarti ásettum nöglum. Þróunin í naglaásetningum hefur verið mjög hröð að undanförnu og mikið um nýjungar. Íris ívarsdóttir, eigandi Naglafegurðar og Icelandic Beauty-skólans, segir litagleði og glimmer það nýjasta í akrýlnöglunum. "Það eru ýmis glær tips og svo hvaða litur sem er. Nöglin sjálf getur verið í lit og hvíta röndin í öðrum lit. Þetta er mjög sniðugt til dæmis þegar konur eru að klæða sig upp í samkvæmiskjóla, þá geta þær verið með tvílitar neglur, til dæmis bláar og gylltar eða rauðar og gylltar." Íris segir glimmerið mjög vinsælt og hafa verið í tísku um hríð en litirnir í sumar eru gult, appelsínugult, bleikt og turkísblátt. Margar konur eru hræddar um að þeirra eigin neglur eyðileggist við naglaásetninguna en Íris segir það óþarfa áhyggjur. "Neglurnar geta orðið ljótar ef konur rífa ásettu neglurnar sjálfar af. Það þarf að pússa neglurnar af og nota sérstakt efni sem hægt er að kaupa á stofum. En það er mikil vinna að pússa neglurnar niður og best að láta gera það á stofu." Hvers vegna fá konur sér ásettar neglur? "Neglurnar vilja klofna á veturna og það getur verið erfitt að ná þeim góðum. Svo vilja konur hafa beina lagið á nöglunum og ná ekki sínum eigin þannig. Þetta er líka fallegt og snyrtilegt og þarf ekkert að hugsa um þær nema láta laga neglurnar við naglaböndin á mánaðarfresti. Lakkið dugir í þrjár vikur og það er hægt að hafa neglurnar í hvaða lengd sem er. Svo er þetta sniðug lausn fyrri þær sem naga neglurnar." Venjuleg neglaásetning kostar 5.000 krónur, en með litum, skrauti eða glimmer kostar hún 6.000 krónur. Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Stöðugt verður algengara að konur skarti ásettum nöglum. Þróunin í naglaásetningum hefur verið mjög hröð að undanförnu og mikið um nýjungar. Íris ívarsdóttir, eigandi Naglafegurðar og Icelandic Beauty-skólans, segir litagleði og glimmer það nýjasta í akrýlnöglunum. "Það eru ýmis glær tips og svo hvaða litur sem er. Nöglin sjálf getur verið í lit og hvíta röndin í öðrum lit. Þetta er mjög sniðugt til dæmis þegar konur eru að klæða sig upp í samkvæmiskjóla, þá geta þær verið með tvílitar neglur, til dæmis bláar og gylltar eða rauðar og gylltar." Íris segir glimmerið mjög vinsælt og hafa verið í tísku um hríð en litirnir í sumar eru gult, appelsínugult, bleikt og turkísblátt. Margar konur eru hræddar um að þeirra eigin neglur eyðileggist við naglaásetninguna en Íris segir það óþarfa áhyggjur. "Neglurnar geta orðið ljótar ef konur rífa ásettu neglurnar sjálfar af. Það þarf að pússa neglurnar af og nota sérstakt efni sem hægt er að kaupa á stofum. En það er mikil vinna að pússa neglurnar niður og best að láta gera það á stofu." Hvers vegna fá konur sér ásettar neglur? "Neglurnar vilja klofna á veturna og það getur verið erfitt að ná þeim góðum. Svo vilja konur hafa beina lagið á nöglunum og ná ekki sínum eigin þannig. Þetta er líka fallegt og snyrtilegt og þarf ekkert að hugsa um þær nema láta laga neglurnar við naglaböndin á mánaðarfresti. Lakkið dugir í þrjár vikur og það er hægt að hafa neglurnar í hvaða lengd sem er. Svo er þetta sniðug lausn fyrri þær sem naga neglurnar." Venjuleg neglaásetning kostar 5.000 krónur, en með litum, skrauti eða glimmer kostar hún 6.000 krónur.
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira