Erlent

Japaninn fær samkeppni

Japaninn veikbyggði, Takeru Kobayashi, hefur fengið samkeppni á toppi heimslistans yfir sterkustu keppendur í kappáti. Bandarísk kona á fertugsaldi veitir honum nú harða samkeppni þótt hún vegi aðeins 45- 50 kíló, eftir því hversu mikið hún hefur borðað. Sonya Thomas borðaði 65 egg á sex mínútum og hætti bara vegna þess að þau kláruðust. Hún hefur líka borðað fimm kílóa ostatertu á níu mínútum, 43 tacomaískökur á ellefu mínútum og 167 kjúklingavængi á 32 mínútum. Ein kenningin á bak við það að lítið fólk og grannt nær svona góðum árangri í átkeppnum er sú að lítið sé til staðar til að halda aftur af maganum þegar hann blæs út. Fitan hái hins vegar feitara fólki þar sem hún þrýsti á magann og komi í veg fyrir að hann þenjist út. Í tilfelli Sonyu blæs maginn stundum svo mikið út að svo virðist sem hún sé ófrísk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×