Erlent

540 m hár turn í New York

Uppbygging á Frelsisturninum í New York hefst með formlegum hætti í dag. Frelsisturninn mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu fyrir hryðjuverkin 11. september 2001. Í dag verður tuttugu tonna granítklumpur keyrður að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu og staðsettur með formlegum hætti í tuttugu metra djúpum grunni sem þegar er tilbúinn. Dagsetningin er ekki tilviljun en í dag er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna og þykir viðeigandi að svo táknræn uppbygging hefjist á slíkum degi. Áætlað er að bygging turnsins, sem verður rúmlega 540 metra hár, taki fimm ár. Yfir eitthundrað ættmenni fórnarlamba hryðjuverkaárásanna 11. september verða viðstödd athöfnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×