Erlent

Bandaríkjamaður hálshöggvinn

Líbanskt ættaður Bandaríkjamaður hefur verið hálshöggvinn í Írak samkvæmt fjölmiðlum í morgun. Ekki hefur enn borist staðfesting á morðinu frá Bandaríkjaher. Hermaðurinn, Ali Hassoun, hvarf frá sveit sinni í síðastliðnum mánuði og nú hefur skæruliðahópur sem tengist al-Kaída lýst því yfir að hermaðurinn hafi verið afhöfðaður. Í skilaboðum hópsins segir einnig að myndir af aftökunni verði gerðar opinberar von bráðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×