Háhýsi sagt eyðileggja bæjarmynd 5. desember 2004 00:01 Áformað er að reisa 12 hæða fjölbýlishús á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga á Akureyri og stendur þar sem Brekkugata og Þórunnarstræti mætast, skammt sunnan við Glerártorg. SS Byggir óskaði upphaflega eftir að reisa 12 hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum en hönnuðurinn, Logi Már Einarsson hjá arkitektastofunni Kollgátu á Akureyri, og verktakinn sættust á minni byggingu eftir að umhverfisráð bæjarins fór þess á leit. Því er ráðgert að í húsinu verði 36 íbúðir, auk tómstundaaðstöðu fyrir aldraða á neðstu hæðinni. Í samtali við Fréttablaðið sagði Logi Már að það hefði ekki komið honum á óvart að bygging af þeirri stærð sem áformað er að reisa væri umdeild. Honum finnst hins vegar skorta á málefnaleg rök hjá þeim sem andvígir eru byggingunni. "Eldra fólk vill vera nálægt miðbænum og hafa félagsaðstöðu á sama svæði og því er umrædd staðsetning góð. Mér finnst að þeir sem eru á móti byggingunni verði að koma með betri rök en að það sé tilfinningamál fyrir þá að hafa svæðið lítt breytt," sagði Logi Már. Einn þeirra sem beittu sér fyrir söfnun undirskriftanna var Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri. "Ein helsta ástæða þess að ég er á móti byggingu þessa húss er að ég er að hugsa um bæjarímyndina. Tólf hæða blokk á þessu svæði mun setja sterkan svip á bæinn og byggingin mun verða eitt af einkennismerkjum bæjarins, líkt og kirkjan. Ég vil halda þeirri bæjarímynd sem við höfum og byggir á lágreistum húsum og huggulegri byggð. Ég er viss um að eldra fólk vill búa þar sem stutt er í félagsaðstöðu en ég hef ekki heyrt að það vilji endilega búa nálægt miðbænum," sagði Jón Hjaltason. Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna byggingarinnar en bæjarstjórn á enn eftir að samþykkja að deiliskipulagið verði auglýst. Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Áformað er að reisa 12 hæða fjölbýlishús á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga á Akureyri og stendur þar sem Brekkugata og Þórunnarstræti mætast, skammt sunnan við Glerártorg. SS Byggir óskaði upphaflega eftir að reisa 12 hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum en hönnuðurinn, Logi Már Einarsson hjá arkitektastofunni Kollgátu á Akureyri, og verktakinn sættust á minni byggingu eftir að umhverfisráð bæjarins fór þess á leit. Því er ráðgert að í húsinu verði 36 íbúðir, auk tómstundaaðstöðu fyrir aldraða á neðstu hæðinni. Í samtali við Fréttablaðið sagði Logi Már að það hefði ekki komið honum á óvart að bygging af þeirri stærð sem áformað er að reisa væri umdeild. Honum finnst hins vegar skorta á málefnaleg rök hjá þeim sem andvígir eru byggingunni. "Eldra fólk vill vera nálægt miðbænum og hafa félagsaðstöðu á sama svæði og því er umrædd staðsetning góð. Mér finnst að þeir sem eru á móti byggingunni verði að koma með betri rök en að það sé tilfinningamál fyrir þá að hafa svæðið lítt breytt," sagði Logi Már. Einn þeirra sem beittu sér fyrir söfnun undirskriftanna var Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri. "Ein helsta ástæða þess að ég er á móti byggingu þessa húss er að ég er að hugsa um bæjarímyndina. Tólf hæða blokk á þessu svæði mun setja sterkan svip á bæinn og byggingin mun verða eitt af einkennismerkjum bæjarins, líkt og kirkjan. Ég vil halda þeirri bæjarímynd sem við höfum og byggir á lágreistum húsum og huggulegri byggð. Ég er viss um að eldra fólk vill búa þar sem stutt er í félagsaðstöðu en ég hef ekki heyrt að það vilji endilega búa nálægt miðbænum," sagði Jón Hjaltason. Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna byggingarinnar en bæjarstjórn á enn eftir að samþykkja að deiliskipulagið verði auglýst.
Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira