Háhýsi sagt eyðileggja bæjarmynd 5. desember 2004 00:01 Áformað er að reisa 12 hæða fjölbýlishús á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga á Akureyri og stendur þar sem Brekkugata og Þórunnarstræti mætast, skammt sunnan við Glerártorg. SS Byggir óskaði upphaflega eftir að reisa 12 hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum en hönnuðurinn, Logi Már Einarsson hjá arkitektastofunni Kollgátu á Akureyri, og verktakinn sættust á minni byggingu eftir að umhverfisráð bæjarins fór þess á leit. Því er ráðgert að í húsinu verði 36 íbúðir, auk tómstundaaðstöðu fyrir aldraða á neðstu hæðinni. Í samtali við Fréttablaðið sagði Logi Már að það hefði ekki komið honum á óvart að bygging af þeirri stærð sem áformað er að reisa væri umdeild. Honum finnst hins vegar skorta á málefnaleg rök hjá þeim sem andvígir eru byggingunni. "Eldra fólk vill vera nálægt miðbænum og hafa félagsaðstöðu á sama svæði og því er umrædd staðsetning góð. Mér finnst að þeir sem eru á móti byggingunni verði að koma með betri rök en að það sé tilfinningamál fyrir þá að hafa svæðið lítt breytt," sagði Logi Már. Einn þeirra sem beittu sér fyrir söfnun undirskriftanna var Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri. "Ein helsta ástæða þess að ég er á móti byggingu þessa húss er að ég er að hugsa um bæjarímyndina. Tólf hæða blokk á þessu svæði mun setja sterkan svip á bæinn og byggingin mun verða eitt af einkennismerkjum bæjarins, líkt og kirkjan. Ég vil halda þeirri bæjarímynd sem við höfum og byggir á lágreistum húsum og huggulegri byggð. Ég er viss um að eldra fólk vill búa þar sem stutt er í félagsaðstöðu en ég hef ekki heyrt að það vilji endilega búa nálægt miðbænum," sagði Jón Hjaltason. Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna byggingarinnar en bæjarstjórn á enn eftir að samþykkja að deiliskipulagið verði auglýst. Fréttir Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Áformað er að reisa 12 hæða fjölbýlishús á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga á Akureyri og stendur þar sem Brekkugata og Þórunnarstræti mætast, skammt sunnan við Glerártorg. SS Byggir óskaði upphaflega eftir að reisa 12 hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum en hönnuðurinn, Logi Már Einarsson hjá arkitektastofunni Kollgátu á Akureyri, og verktakinn sættust á minni byggingu eftir að umhverfisráð bæjarins fór þess á leit. Því er ráðgert að í húsinu verði 36 íbúðir, auk tómstundaaðstöðu fyrir aldraða á neðstu hæðinni. Í samtali við Fréttablaðið sagði Logi Már að það hefði ekki komið honum á óvart að bygging af þeirri stærð sem áformað er að reisa væri umdeild. Honum finnst hins vegar skorta á málefnaleg rök hjá þeim sem andvígir eru byggingunni. "Eldra fólk vill vera nálægt miðbænum og hafa félagsaðstöðu á sama svæði og því er umrædd staðsetning góð. Mér finnst að þeir sem eru á móti byggingunni verði að koma með betri rök en að það sé tilfinningamál fyrir þá að hafa svæðið lítt breytt," sagði Logi Már. Einn þeirra sem beittu sér fyrir söfnun undirskriftanna var Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri. "Ein helsta ástæða þess að ég er á móti byggingu þessa húss er að ég er að hugsa um bæjarímyndina. Tólf hæða blokk á þessu svæði mun setja sterkan svip á bæinn og byggingin mun verða eitt af einkennismerkjum bæjarins, líkt og kirkjan. Ég vil halda þeirri bæjarímynd sem við höfum og byggir á lágreistum húsum og huggulegri byggð. Ég er viss um að eldra fólk vill búa þar sem stutt er í félagsaðstöðu en ég hef ekki heyrt að það vilji endilega búa nálægt miðbænum," sagði Jón Hjaltason. Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna byggingarinnar en bæjarstjórn á enn eftir að samþykkja að deiliskipulagið verði auglýst.
Fréttir Innlent Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira