Viðskipti

Hagstofan mælir 4,4% atvinnuleysi í nóvember

Í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands í nóvember kemur fram að atvinnuleysi var 4.4% í mánuðinum. Að jafnaði voru 174.200manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 166.500 starfandi og 7.600 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 77,4%, hlutfall starfandi 74% og atvinnuleysi var 4,4%.

Viðskipti innlent

Gullið hlutabréf til Seðlabankans

Þrotabú Glitnis hefur formlega óskað eftir samþykki Seðlabanka Íslands fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að geta staðfest fyrirhugaðan nauðasamning sinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felur tillaga Glitnis meðal annars í sér útgáfu á sv

Viðskipti innlent

Samsung vill grafa stríðsöxina

Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum.

Viðskipti erlent

Þriðja félagið á markað í Kauphöllinni

Viðskipti hófust með bréf í Fjarskiptum, sem rekur Vodafone á Íslandi, í Kauphöllinni í morgun. Um er að ræða þriðju nýskráninguna á þessu ári en fasteignafélagið Reginn var skráð í markað í byrjun júlí síðastliðnum og Eimskip var skráð í Kauphöllina um miðjan nóvember. Samtals eru nýskráningarnar nú orðnar fjórar frá hruni en í desember á síðasta ári riðu Hagar á vaðið.

Viðskipti innlent

Opnað fyrir viðskipti með bréf í Fjarskiptum

Viðskipti hefjast í dag með hlutabréf Fjarskipta hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Fjarskipti, sem rekur Vodafone á Íslandi, tilheyrir fjarskiptageiranum og flokkast sem lítið félag. Vodafone á Íslandi er þriðja félagið sem skráð er í Kauphöllina á Íslandi á þessu ári. "Þetta er stór dagur í okkar sögu og fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. Með skráningu félagsins hefur bæst við ný atvinnugrein á hlutabréfamarkaðinn og sem eina fjarskiptafélagið þar hlökkum við til að vinna með nýjum eigendum og fjárfestum,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.

Viðskipti innlent

Meðallaun á Íslandi rétt undir meðallagi ESB ríkjanna

Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er til starfsstétta voru stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu en laun þjónustu- og sölufólks, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks voru yfir meðaltali.

Viðskipti innlent

Efnahagsleg "rússíbanareið“

Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil "rússíbanareið“. Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum.

Viðskipti innlent

Himinháar tekjur Hobbitans

Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna.

Viðskipti erlent