Viðskipti Vöruskiptin hagstæð um 30,5 milljarða á fyrstu mánuðum ársins Fyrstu fjóra mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 207,8 milljarða króna en inn fyrir 177,3 milljarða króna. 30,5 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 27,7 milljarða kr. á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:09 Útsýnisturn King Kong skráður á markað Eitt þekktasta kennileiti New York borgar, Empire State Building, verður skráð á markað á næstunni. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Viðskipti erlent 31.5.2013 08:53 Smáralind ehf. sýknað af 1.3 milljarða kröfu þrotabús Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. hefur verið sýknað af kröfum þrotabús Norðurturnsins með dómi Hæstaréttar frá því í gær. Eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur síðla árs 2012 var niðurstöðunni áfrýjað af þrotabúi Norðurturnsins. Niðurstaða dagsins í dag er í samræmi við fyrri niðurstöðu. Viðskipti innlent 31.5.2013 08:08 Flest öldrunarheimili án þjónustusamninga við stjórnvöld Stjórnvöld hafa aðeins gert formlega þjónustusamninga við 11% öldrunarheimila sem fá fjárframlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að bæta úr þessu. Viðskipti innlent 31.5.2013 08:02 Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Viðskipti innlent 31.5.2013 07:57 Óvissa ríkir um gengislán upp á milljarða Óvissa ríkir um afdrif þúsunda skammtímalána að verðmæti milljarða króna eftir dóm Hæstaréttar í gær, skv. áliti lögmanns. Viðskipti innlent 31.5.2013 07:00 Landsbankinn selur í Regin Eignarhaldsfélag Landsbankans hefur ákveðið að bjóða til sölu 25% hlut sinn í fasteignafélaginu Regin. Viðskipti innlent 31.5.2013 07:00 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar nokkuð Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð frá því snemma í morgun. Tunnan af Brent olíunni hefur lækkað um rúmt prósent það sem af er degi og er komin niður í rúman 101 dollara á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur einnig lækkað um rúmt prósent og er komin niður í 92 dollara á tunnuna. Viðskipti erlent 30.5.2013 14:40 Lítil lækkun á hlutum í Alcoa á Wall Street Fjárfestar vestan hafs hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af því að matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gærkvöldi. Viðskipti erlent 30.5.2013 14:13 Vestmannaeyjabær nýtir forkaupsrétt að dragnótaskipi Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. Viðskipti innlent 30.5.2013 13:42 Hagvöxtur Bandaríkjanna mælist 2,4% Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 2,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er ívið minni vöxtur en spáð var en reiknað var með að hann yrði 2,5%. Viðskipti erlent 30.5.2013 13:32 Orkurisi sektaður um nær 50 milljarða fyrir mútugreiðslur Franski orkurisinn Total hefur verið sektaður um tæplega 400 milljónir dollara eða tæplega 50 milljarða kr. í Bandaríkjunum fyrir mútugreiðslur. Greiðslur þessar fóru til ráðamanna í Íran í skiptum fyrir leyfi til olíuborana þar í landi. Viðskipti erlent 30.5.2013 12:37 Arnór og Þorkell ráðnir til ALDA Asset Management ALDA Asset Management hefur ráðið Arnór Gunnarsson sem forstöðumann hlutabréfa og Þorkel Magnússon sem forstöðumann skuldabréfa. Báðir hafa þeir mikla reynslu af fjármálamörkuðum og eignastýringu. Þeir voru áður forstöðumenn samsvarandi sviða hjá Stefni hf., dótturfélagi Arion banka, og tóku virkan þátt í uppbyggingu félagsins, að því er segir í tilkynningu um ráðninguna. Viðskipti innlent 30.5.2013 12:26 Samkeppnishæfni Íslands fer hrakandi Ísland lækkar um þrjú sæti á milli ára í nýrri úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni landa. Ísland fellur úr sæti 26 í sæti 29 á listanum sem samanstendur af 60 þjóðum. Er það þriðja lakasta staða Íslands frá upphafi mælinga en árið 2011 stóð Ísland í 31. sæti. Viðskipti innlent 30.5.2013 12:02 Eminem höfðar mál gegn Facebook Útgáfufélag tónlistarmannsins Eminem hefur höfðað mál gegn Facebook. Félagið segir að Facebook hafi notað laglínur úr laginu Under the influence í auglýsingu á ólöglegan hátt og án leyfis frá Eminem. Viðskipti erlent 30.5.2013 11:17 Minnsta atvinnuleysi á Írlandi í tvö ár Atvinnuleysi á Írlandi mældist 13,7% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn undanfarin tvö ár að atvinnuleysið fer niður fyrir 14%. Viðskipti erlent 30.5.2013 10:51 Hlutir í Vodafone lækka um rúm 6% Hlutir í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hafa lækkað töluvert í verði í Kauphöllinni í morgun eða um rúmlega 6%. Viðskipti innlent 30.5.2013 10:32 Leysa þarf vanda ÍLS í samvinnu við kröfuhafa Í tilkynningu sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) og velferðarráðuneytið hafa sent til Kauphallarinnar segir að vanda sjóðsins þarf að leysa í samvinnu við kröfuhafa hans. Jafnframt er áréttað að ÍLS nýtur ríkisábyrgðar. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:54 BroadGroup: Ísland ákjósanlegt sem miðstöð netþjónabúa Í nýrri úttekt sem BroadGroup Consulting hefur unnið fyrir Landsvirkjun segir að í framtíðinni sé Ísland ákjósanlegt sem miðstöð fyrir netþjónabú. Landið hafi allt sem þarf, góða innviði og ekki hvað síst ódýra sjálfbæra orku. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:36 Veruleg lækkun á framleiðsluverði Vísitala framleiðsluverðs í apríl s.l. var 201,2 stig og lækkaði um 5,9% frá mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:12 Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram milli ára Alls voru 122 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í aprílmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 4 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 348, en það er tæplega 15% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 408 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:07 Hagnaður Íslandsbanka minnkar milli ára Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta nam 4,6 milljörðum kr. Þetta er nokkuð lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var 5,6 milljarðar kr. Munurinn á milli ára liggur að stærstum hluta í lægri vaxtatekjum og sveiflum í gengi íslensku krónunnar. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:04 Annað hrun á mörkuðum í Japan Annað hrun á rúmri viku varð á mörkuðum í Japan í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um rúm 5%. Ástæðan var einkum veiking á gengi dollarans gagnvart jeninu sem hefur áhrif á útfluting Japana. Viðskipti erlent 30.5.2013 08:28 Alcoa dregur verulega úr framleiðslu sinni Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni. Viðskipti erlent 30.5.2013 08:01 Ætla að breyta lögum um tekjuskatt vegna dómsmáls ESA Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt hóf störf í apríl sl. Til hópsins var stofnað í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skattlagningar óinnleysts hagnaðar hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri. Viðskipti innlent 30.5.2013 07:27 Viðsnúningur til hins verra hjá Vodafone Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone skilaði 24 milljón kr. hagnaði eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra var 119 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.5.2013 07:22 Efla samstarf vegna olíuiðnaðar Íslenski sjávarklasinn og danski klasinn Offshore Energy hafa ákveðið að auka samstarf fyrirtækja í klösunum tveimur um eflingu þekkingar og samstarfs í sambandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi. Viðskipti innlent 30.5.2013 07:00 Moody´s setur Alcoa í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gær eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins. Viðskipti erlent 30.5.2013 00:01 Allir studdu tillögu Más um óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd var einróma í þeirri ákvörðun, fyrir síðustu stýrivaxtaákvörðun, að halda ætti vöxtum bankans óbreyttum. Ástæðurnar voru þær að í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefði dregið úr hagvexti hér á landi og viðskiptakjör hefðu rýrnað. Samkvæmt hagspá sem birtist í Peningamálum, riti Seðlabankans, 15. maí eru horfur á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabankinn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. Batinn á vinnumarkaði héldi áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnuleysi. Verðbólga hafði hjaðnað í takt við spár bankans og mældist 3,3% í apríl. Viðskipti innlent 29.5.2013 16:29 ESA stefnir íslenska ríkinu vegna skattlagningar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn fyrir að skattleggja óinnleystan hagnað fyrirtækja sem renna saman þvert á landamæri. Viðskipti innlent 29.5.2013 14:40 « ‹ ›
Vöruskiptin hagstæð um 30,5 milljarða á fyrstu mánuðum ársins Fyrstu fjóra mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 207,8 milljarða króna en inn fyrir 177,3 milljarða króna. 30,5 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 27,7 milljarða kr. á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Viðskipti innlent 31.5.2013 09:09
Útsýnisturn King Kong skráður á markað Eitt þekktasta kennileiti New York borgar, Empire State Building, verður skráð á markað á næstunni. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Viðskipti erlent 31.5.2013 08:53
Smáralind ehf. sýknað af 1.3 milljarða kröfu þrotabús Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. hefur verið sýknað af kröfum þrotabús Norðurturnsins með dómi Hæstaréttar frá því í gær. Eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur síðla árs 2012 var niðurstöðunni áfrýjað af þrotabúi Norðurturnsins. Niðurstaða dagsins í dag er í samræmi við fyrri niðurstöðu. Viðskipti innlent 31.5.2013 08:08
Flest öldrunarheimili án þjónustusamninga við stjórnvöld Stjórnvöld hafa aðeins gert formlega þjónustusamninga við 11% öldrunarheimila sem fá fjárframlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að bæta úr þessu. Viðskipti innlent 31.5.2013 08:02
Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Viðskipti innlent 31.5.2013 07:57
Óvissa ríkir um gengislán upp á milljarða Óvissa ríkir um afdrif þúsunda skammtímalána að verðmæti milljarða króna eftir dóm Hæstaréttar í gær, skv. áliti lögmanns. Viðskipti innlent 31.5.2013 07:00
Landsbankinn selur í Regin Eignarhaldsfélag Landsbankans hefur ákveðið að bjóða til sölu 25% hlut sinn í fasteignafélaginu Regin. Viðskipti innlent 31.5.2013 07:00
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar nokkuð Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð frá því snemma í morgun. Tunnan af Brent olíunni hefur lækkað um rúmt prósent það sem af er degi og er komin niður í rúman 101 dollara á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur einnig lækkað um rúmt prósent og er komin niður í 92 dollara á tunnuna. Viðskipti erlent 30.5.2013 14:40
Lítil lækkun á hlutum í Alcoa á Wall Street Fjárfestar vestan hafs hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af því að matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gærkvöldi. Viðskipti erlent 30.5.2013 14:13
Vestmannaeyjabær nýtir forkaupsrétt að dragnótaskipi Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. Viðskipti innlent 30.5.2013 13:42
Hagvöxtur Bandaríkjanna mælist 2,4% Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 2,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er ívið minni vöxtur en spáð var en reiknað var með að hann yrði 2,5%. Viðskipti erlent 30.5.2013 13:32
Orkurisi sektaður um nær 50 milljarða fyrir mútugreiðslur Franski orkurisinn Total hefur verið sektaður um tæplega 400 milljónir dollara eða tæplega 50 milljarða kr. í Bandaríkjunum fyrir mútugreiðslur. Greiðslur þessar fóru til ráðamanna í Íran í skiptum fyrir leyfi til olíuborana þar í landi. Viðskipti erlent 30.5.2013 12:37
Arnór og Þorkell ráðnir til ALDA Asset Management ALDA Asset Management hefur ráðið Arnór Gunnarsson sem forstöðumann hlutabréfa og Þorkel Magnússon sem forstöðumann skuldabréfa. Báðir hafa þeir mikla reynslu af fjármálamörkuðum og eignastýringu. Þeir voru áður forstöðumenn samsvarandi sviða hjá Stefni hf., dótturfélagi Arion banka, og tóku virkan þátt í uppbyggingu félagsins, að því er segir í tilkynningu um ráðninguna. Viðskipti innlent 30.5.2013 12:26
Samkeppnishæfni Íslands fer hrakandi Ísland lækkar um þrjú sæti á milli ára í nýrri úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni landa. Ísland fellur úr sæti 26 í sæti 29 á listanum sem samanstendur af 60 þjóðum. Er það þriðja lakasta staða Íslands frá upphafi mælinga en árið 2011 stóð Ísland í 31. sæti. Viðskipti innlent 30.5.2013 12:02
Eminem höfðar mál gegn Facebook Útgáfufélag tónlistarmannsins Eminem hefur höfðað mál gegn Facebook. Félagið segir að Facebook hafi notað laglínur úr laginu Under the influence í auglýsingu á ólöglegan hátt og án leyfis frá Eminem. Viðskipti erlent 30.5.2013 11:17
Minnsta atvinnuleysi á Írlandi í tvö ár Atvinnuleysi á Írlandi mældist 13,7% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn undanfarin tvö ár að atvinnuleysið fer niður fyrir 14%. Viðskipti erlent 30.5.2013 10:51
Hlutir í Vodafone lækka um rúm 6% Hlutir í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hafa lækkað töluvert í verði í Kauphöllinni í morgun eða um rúmlega 6%. Viðskipti innlent 30.5.2013 10:32
Leysa þarf vanda ÍLS í samvinnu við kröfuhafa Í tilkynningu sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) og velferðarráðuneytið hafa sent til Kauphallarinnar segir að vanda sjóðsins þarf að leysa í samvinnu við kröfuhafa hans. Jafnframt er áréttað að ÍLS nýtur ríkisábyrgðar. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:54
BroadGroup: Ísland ákjósanlegt sem miðstöð netþjónabúa Í nýrri úttekt sem BroadGroup Consulting hefur unnið fyrir Landsvirkjun segir að í framtíðinni sé Ísland ákjósanlegt sem miðstöð fyrir netþjónabú. Landið hafi allt sem þarf, góða innviði og ekki hvað síst ódýra sjálfbæra orku. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:36
Veruleg lækkun á framleiðsluverði Vísitala framleiðsluverðs í apríl s.l. var 201,2 stig og lækkaði um 5,9% frá mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:12
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram milli ára Alls voru 122 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í aprílmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 4 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 348, en það er tæplega 15% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 408 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:07
Hagnaður Íslandsbanka minnkar milli ára Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta nam 4,6 milljörðum kr. Þetta er nokkuð lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var 5,6 milljarðar kr. Munurinn á milli ára liggur að stærstum hluta í lægri vaxtatekjum og sveiflum í gengi íslensku krónunnar. Viðskipti innlent 30.5.2013 09:04
Annað hrun á mörkuðum í Japan Annað hrun á rúmri viku varð á mörkuðum í Japan í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um rúm 5%. Ástæðan var einkum veiking á gengi dollarans gagnvart jeninu sem hefur áhrif á útfluting Japana. Viðskipti erlent 30.5.2013 08:28
Alcoa dregur verulega úr framleiðslu sinni Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni. Viðskipti erlent 30.5.2013 08:01
Ætla að breyta lögum um tekjuskatt vegna dómsmáls ESA Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt hóf störf í apríl sl. Til hópsins var stofnað í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skattlagningar óinnleysts hagnaðar hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri. Viðskipti innlent 30.5.2013 07:27
Viðsnúningur til hins verra hjá Vodafone Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone skilaði 24 milljón kr. hagnaði eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra var 119 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.5.2013 07:22
Efla samstarf vegna olíuiðnaðar Íslenski sjávarklasinn og danski klasinn Offshore Energy hafa ákveðið að auka samstarf fyrirtækja í klösunum tveimur um eflingu þekkingar og samstarfs í sambandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi. Viðskipti innlent 30.5.2013 07:00
Moody´s setur Alcoa í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gær eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins. Viðskipti erlent 30.5.2013 00:01
Allir studdu tillögu Más um óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd var einróma í þeirri ákvörðun, fyrir síðustu stýrivaxtaákvörðun, að halda ætti vöxtum bankans óbreyttum. Ástæðurnar voru þær að í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefði dregið úr hagvexti hér á landi og viðskiptakjör hefðu rýrnað. Samkvæmt hagspá sem birtist í Peningamálum, riti Seðlabankans, 15. maí eru horfur á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabankinn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. Batinn á vinnumarkaði héldi áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnuleysi. Verðbólga hafði hjaðnað í takt við spár bankans og mældist 3,3% í apríl. Viðskipti innlent 29.5.2013 16:29
ESA stefnir íslenska ríkinu vegna skattlagningar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn fyrir að skattleggja óinnleystan hagnað fyrirtækja sem renna saman þvert á landamæri. Viðskipti innlent 29.5.2013 14:40