Viðskipti

Sér­stakur sak­sóknari hefur á­kært í alls 96 málum - 206 felld niður

Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum.

Viðskipti innlent

600 herbergi í tveimur nýjum hótelum

Stærsta hótels landsins á að rísa á Höfðatorgi og kaupsamningur á lóð undir glæsihótel við Hörpu verður undirritaður fyrir helgi. "Við viljum laða til okkar ferðamenn sem eru tilbúnir að borga vel," segir formaður samtaka ferðaþjónustunnar.

Viðskipti innlent

LSR þarf að hækka iðgjaldið um áramót

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að það þurfi að hækka iðgjald um eitt prósent til að koma til móts við halla sjóðsins. Eins prósents hækkun myndi kosta ríki og sveitarfélög einn milljarð á ári.

Viðskipti innlent

Ríkið dregur lappirnar vegna hönnunarsamkeppni á Geysissvæðinu

Hugmyndasamkeppni um framtíðarhönnun á Geysissvæðinu hefur frestast því fjármálaráðuneytið neitar að samþykkja texta í útboðslýsingu um að hönnun eigi að taka mið af framtíðargjaldtöku á svæðinu. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi markað þá stefnu að slík gjaldtaka verði hafin.

Viðskipti innlent

Fiskverð hefur tvöfaldast frá áramótum

Fiskverð hefur snarhækkað á fiskmörkuðum upp á síðkastið og í sumum tegundum hefur það allt að tvöfaldast frá áramótum. Einna mest er hækkunin á stórþorski, verð á honum var komið niður undir 200 krónur fyrir kílóið upp úr áramótum. Nú er verðið farið að slaga upp í 400 krónur.

Viðskipti innlent

Umtalsverður halli hjá lífeyrissjóðunum

Íslenska lífeyrissjóðskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna, eða sem nemur sexhundruð milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirliti Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðana í fyrra.

Viðskipti innlent

Lánstraust með starfsemi í Súdan og Afganistan

Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði.

Viðskipti innlent

Snjallsímaforrit fyrir lambakjöt

Íslenskir matgæðingar geta nú með nýju snjallsímaforriti fengið ábendingar um tilboðsverð á lambakjöti og fengið uppskriftir sem henta því. Fer þetta fram í samstarfi við verslanir Krónunnar.

Viðskipti innlent

Stærstir í vindmyllugeiranum

Danska orkufyrirtækið DONG og þýska fyrirtækið Siemsen eru í forystu í vindmyllubransanum í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu frá "The European Wind Energy Association" (EWEA).

Viðskipti erlent

Tugmilljóna hönnun í súginn

Arkitektastofan Arkís sakar Reykjavíkurborg um að svíkja samning um hönnun grunnskóla í Úlfarsárdal. Formaður borgarráðs segir að vegna ákvörðunar um að bæta íþróttahúsi og sundlaug við skólann verði að efna til hönnunarsamkeppni.

Viðskipti innlent

Vilja aflétta veðum ÍLS af íbúðum Eirar

Tveir íbúðarrétthafar hafa stefnt þrotabúi Eirar og Íbúðalánasjóði og vilja aflétta veðum sjóðsins af eignum þrotabúsins. Getur skipt gríðarmiklu máli fyrir alla rétthafa, segir lögmaður. Tekist er á um 1,9 milljarða veðkröfu Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent