Viðskipti innlent

Breskir bankamenn með hæstu launin

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Breskir bankar, á borð við Royal Bank of Scotland, borga hæstu launin í Evrópu.
Breskir bankar, á borð við Royal Bank of Scotland, borga hæstu launin í Evrópu.
Bankamenn í Bretlandi afla hæstu teknanna samanborið við önnur Evrópuríki, samkvæmt tölum bankaeftirlits Evrópusambandsins.

Í tölunum kemur fram að laun 2.346 breskra bankamanna árið 2011 hafi verið hærri en sem nemur einni milljón evra, eða tæplega 170 milljónum króna. Til að setja þetta í samhengi voru ekki nema 739 bankamenn í öllum hinum Evrópuríkjunum samanlagt sem öfluðu slíkra tekna.

Í Þýskalandi, sem er með annað stærsta hagkerfi í Evrópu, eru 170 bankastarfsmönnum í landinu greidd slík ofurlaun.

Bretar hafa verið andvígir viðmiðum Evrópusambandsins um þak á bónusgreiðslur í kjölfar hrunsins. Þessar tölur endurspegla það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×