Túnfisksævintýri Íslendinga endar með ósköpum Stígur Helgason skrifar 16. júlí 2013 10:00 Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, heimsótti starfsstöð Umami í Króatíu fyrir þremur árum. Túnfisksævintýri Íslendinga í Mexíkó og Króatíu, undir merkjum Umami Sustainable Seafood, virðist vera úti. Nú, þremur mánuðum eftir að félagið lýsti því yfir að framtíð þess væri ótrygg, fá hvorki fjölmiðlar, hluthafar né kröfuhafar nokkur svör um stöðuna. Þetta kemur fram í grein norska blaðamannsins Evu Tallaksen á vefnum Undercurrent News, sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsfyrirtækjum. Umami var stofnað af Óla Val Steindórssyni árið 2010 í gegnum fjárfestingafélagið Atlantis, sem hann fór fyrir og stofnaði ásamt öðrum. Óli hafði áður unnið í Japan, meðal annars hjá félaginu Stolt Sea Farm. Atlantis, félag Óla Vals sem áður átti 62 prósent í Umami, varð gjaldþrota í janúar. Það skuldaði dótturfélaginu rúmlega 18 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,2 milljarða króna, í júní í fyrra. Umami var orðið langstærsta túnfiskeldisfyrirtæki heims, að því er sagði í íslenskum fréttum fyrir nokkrum árum. Óli Valur sagði þegar árið 2010, þegar fyrirtækið keypti Baja Aqua Farms í Mexíkó, að það væri fjórum til fimm sinnum stærra en önnur í geiranum.Óli SteindórssonÓli Valur var forstjóri þangað til um síðustu áramót, þegar hann hætti fyrirvaralítið, að því er fram kemur í grein Tallaksen vegna misklíðar á milli hans og fjármálastjórans Tims Fitzpatrick, sem nú hefur tekið við sem forstjóri. Fitzpatrick þessi svaraði ekki beiðnum Undercurrent um viðtal vegna málsins, sagðist í tölvupósti til vefjarins í maí ætla að svara síðar en sagðist svo 19. júní ekki geta tjáð sig af lögfræðilegum ástæðum, án þess að útskýra það frekar. Umami er skráð félag en í grein Undercurrent er fullyrt að hluthafar og kröfuhafar fái engar upplýsingar um það hvernig félagið er statt – hvorki símtölum né tölvupósti sé svarað. Sjö öðrum lykilstjórnendum félagsins hefur verið sagt upp án skýringa frá því seint á síðasta ári og Undercurrent fullyrðir að einungis þrír vinni nú í höfuðstöðvunum. Ekki náðist í Óla Val í gær. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Túnfisksævintýri Íslendinga í Mexíkó og Króatíu, undir merkjum Umami Sustainable Seafood, virðist vera úti. Nú, þremur mánuðum eftir að félagið lýsti því yfir að framtíð þess væri ótrygg, fá hvorki fjölmiðlar, hluthafar né kröfuhafar nokkur svör um stöðuna. Þetta kemur fram í grein norska blaðamannsins Evu Tallaksen á vefnum Undercurrent News, sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsfyrirtækjum. Umami var stofnað af Óla Val Steindórssyni árið 2010 í gegnum fjárfestingafélagið Atlantis, sem hann fór fyrir og stofnaði ásamt öðrum. Óli hafði áður unnið í Japan, meðal annars hjá félaginu Stolt Sea Farm. Atlantis, félag Óla Vals sem áður átti 62 prósent í Umami, varð gjaldþrota í janúar. Það skuldaði dótturfélaginu rúmlega 18 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,2 milljarða króna, í júní í fyrra. Umami var orðið langstærsta túnfiskeldisfyrirtæki heims, að því er sagði í íslenskum fréttum fyrir nokkrum árum. Óli Valur sagði þegar árið 2010, þegar fyrirtækið keypti Baja Aqua Farms í Mexíkó, að það væri fjórum til fimm sinnum stærra en önnur í geiranum.Óli SteindórssonÓli Valur var forstjóri þangað til um síðustu áramót, þegar hann hætti fyrirvaralítið, að því er fram kemur í grein Tallaksen vegna misklíðar á milli hans og fjármálastjórans Tims Fitzpatrick, sem nú hefur tekið við sem forstjóri. Fitzpatrick þessi svaraði ekki beiðnum Undercurrent um viðtal vegna málsins, sagðist í tölvupósti til vefjarins í maí ætla að svara síðar en sagðist svo 19. júní ekki geta tjáð sig af lögfræðilegum ástæðum, án þess að útskýra það frekar. Umami er skráð félag en í grein Undercurrent er fullyrt að hluthafar og kröfuhafar fái engar upplýsingar um það hvernig félagið er statt – hvorki símtölum né tölvupósti sé svarað. Sjö öðrum lykilstjórnendum félagsins hefur verið sagt upp án skýringa frá því seint á síðasta ári og Undercurrent fullyrðir að einungis þrír vinni nú í höfuðstöðvunum. Ekki náðist í Óla Val í gær.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent