Viðskipti innlent

Reisa stærsta hótel landsins við Höfðatorg

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Hér mun rísa stærsta hótel landsins á sextán hæðum.
Hér mun rísa stærsta hótel landsins á sextán hæðum. fréttablaðið/gva
Íslandshótel hafa uppi áform um að fjölga hótelherbergjum sínum um 530 á næstu tveimur til þremur árum. Munar þar mestu um 340 herbergja hótel sem reisa á við Höfðatorg í Reykjavík. Það verður stærsta hótel landsins og segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að stefnt sé á að opna það vorið 2015.

Íslandshótel reka nú þegar tíu Fosshótel og þrjú hótel í Reykjavík. Þau eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum. Alls hefur fyrirtækið nú upp á 1.100 herbergi að bjóða.

Davíð Torfi Ólafsson
Auk þessa stærsta hótels landsins stendur til að reisa áttatíu herbergja hótel á Hnappavöllum undir Hvannadalshnjúk sem áætlað er að opna vorið 2015 og síðan annað tuttugu og sex herbergja í gamla franska sjómannaspítalanum á Fáskrúðsfirði. Davíð Torfi segir það verða tekið til notkunar á næsta ári.

?

„Við förum í kjölfar frönsku sjómannanna en þeir voru nú líka fjölmennir á Patreksfirði þar sem við vorum að opna Fosshótel nú fyrr í sumar,“? segir hann og hlær við. Frekari fjölgun hótelherbergja felst í stækkun bygginganna á Fosshóteli Húsavíkur og Fosshóteli Vatnajökuls skammt utan Hafnar í Hornafirði.

Íslandshótel eru í meirihlutaeigu Ólafs D. Torfasonar og fjölskyldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×