Umtalsverður halli hjá lífeyrissjóðunum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 12. júlí 2013 19:04 Íslenska lífeyrissjóðskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna, eða sem nemur sexhundruð milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirliti Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðana í fyrra. Hrein raunávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóðanna á liðnu ári var 7,4%, sem er besta ávöxtun í sjö ár. Eignir alls lífeyriskerfisins voru í árslok 2012 um 2.540 milljarðar króna og segir FME að hlutfallið hafi aldrei verið hærra. En það er tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sem er mjög slæm og nemur hallinn í árslok 2012 nærri sexhundruð milljörðum króna en með sama áframhaldandi halla gætu sjóðirnir ekki átt fyrir skuldbindingum sínum. „Þetta er halli sem hefur byggst upp á mörgum áratugum og stendur nokkurn vegin í stað. Árið 1997 var gripið til verulegrar breytingar á kerfinu og það var hafin sjóðssöfnun líka í opinbera kerfinu. Það er til bóta því aldurssamsetning okkar er alltaf að breytast. Það eru alltaf færri og færri sem standa undir lífeyrisgreiðslum á hverjum tíma," segir Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Lagt er til í yfirliti Fjármálaeftirlitsins að til að draga úr þessum halla í lífeyriskerfinu verði iðgjöld hækkuð, réttindi skert eða lífeyrisaldur hækkaður. „Lífaldur okkar er að lengjast sem er mjög jákvætt en það kostar líka fjármuni og það hefur áhrif á skuldbindingarnar. Þær hafa verið að aukast á síðustu tveimur áratugum um 10% eingöngu vegna lengingar á meðalævi okkar," segir Þórey. Í yfirliti FME segir að gjaldeyrishöft takmarki enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika til áhættudreifingar. Þá kemur fram að tekjutenging lífeyrisréttinda og almannatrygginga dragi úr vilja til lífeyrissparnaðar. Þrátt fyrir þetta segir Þórey íslenska lífeyrissjóðskerfið gott. „Ég held að skýrslan sýni einmitt að kerfið sé gott. Það er sjóðssöfnun sem er til fyrirmyndar. Margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir miklum vanda því þær hafa ekki sýnt þá forsjálni að láta hverja kynslóð fjármagna sinn lífeyri. Þar er gegnumstreymiskerfi sem að kostar skattgreiðendur á sínum tíma verulega fjármuni sem þjóðfélögin hafa ekki getað staðið undir." Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna, eða sem nemur sexhundruð milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirliti Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðana í fyrra. Hrein raunávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóðanna á liðnu ári var 7,4%, sem er besta ávöxtun í sjö ár. Eignir alls lífeyriskerfisins voru í árslok 2012 um 2.540 milljarðar króna og segir FME að hlutfallið hafi aldrei verið hærra. En það er tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sem er mjög slæm og nemur hallinn í árslok 2012 nærri sexhundruð milljörðum króna en með sama áframhaldandi halla gætu sjóðirnir ekki átt fyrir skuldbindingum sínum. „Þetta er halli sem hefur byggst upp á mörgum áratugum og stendur nokkurn vegin í stað. Árið 1997 var gripið til verulegrar breytingar á kerfinu og það var hafin sjóðssöfnun líka í opinbera kerfinu. Það er til bóta því aldurssamsetning okkar er alltaf að breytast. Það eru alltaf færri og færri sem standa undir lífeyrisgreiðslum á hverjum tíma," segir Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Lagt er til í yfirliti Fjármálaeftirlitsins að til að draga úr þessum halla í lífeyriskerfinu verði iðgjöld hækkuð, réttindi skert eða lífeyrisaldur hækkaður. „Lífaldur okkar er að lengjast sem er mjög jákvætt en það kostar líka fjármuni og það hefur áhrif á skuldbindingarnar. Þær hafa verið að aukast á síðustu tveimur áratugum um 10% eingöngu vegna lengingar á meðalævi okkar," segir Þórey. Í yfirliti FME segir að gjaldeyrishöft takmarki enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika til áhættudreifingar. Þá kemur fram að tekjutenging lífeyrisréttinda og almannatrygginga dragi úr vilja til lífeyrissparnaðar. Þrátt fyrir þetta segir Þórey íslenska lífeyrissjóðskerfið gott. „Ég held að skýrslan sýni einmitt að kerfið sé gott. Það er sjóðssöfnun sem er til fyrirmyndar. Margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir miklum vanda því þær hafa ekki sýnt þá forsjálni að láta hverja kynslóð fjármagna sinn lífeyri. Þar er gegnumstreymiskerfi sem að kostar skattgreiðendur á sínum tíma verulega fjármuni sem þjóðfélögin hafa ekki getað staðið undir."
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent