Viðskipti innlent

Fiskverð hefur tvöfaldast frá áramótum

Gissur Sigurðsson skrifar
Fleiri tegundir en þorskurinn hafa hækkað því verð ágóðri línuýsu á mörkuðum er nú að komast upp í 500 krónur, sem er 200 króna hækkun frá því í vetur.
Fleiri tegundir en þorskurinn hafa hækkað því verð ágóðri línuýsu á mörkuðum er nú að komast upp í 500 krónur, sem er 200 króna hækkun frá því í vetur.
Fiskverð hefur snarhækkað á fiskmörkuðum upp á síðkastið og í sumum tegundum hefur það allt að tvöfaldast frá áramótum. Einna mest er hækkunin á stórþorski, verð á honum var komið niður undir 200 krónur fyrir kílóið upp úr áramótum. Nú er verðið farið að slaga upp í 400 krónur.

Ástæðan er meðal annars sú að ástandið á helstu saltfiskmörkuðum Íslendinga hefur skánað hraðar en búist var við og eftirspurn eftir þorsk á erlendum mörkuðum hefur aukist hratt.

Þá eru margar stórútgerðir að verða búnar með kvóta sína og leita nú á fiskmarkaði eftir hráefni í fiskverkunarhúsin í landi og keppa þar við fisksala og kvótalausa fiskverkendur.

Fleiri tegundir en þorskurinn hafa hækkað því verð ágóðri línuýsu á mörkuðum er nú að komast upp í 500 krónur, sem er 200 króna hækkun frá því í vetur. Steinbítur er kominn yfir 300 krónur en langa og keila eru á bilinu 200 til 250 krónur en þær tegundir hafa hækkað heldur hægar en flestar aðrar fisktegundir.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×