Viðskipti innlent

Lítillega hægist á hagvextinum í Kína

Hagvöxtur í Kína mældist 8,9% á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt fyrstu tölum, en ársfjórðunginn þar á undan mældist hann 9,1%. Þetta er minnsti hagvöxtur sem mælst hefur í Kína í tvö ár á tímabili sem þessu, að því er fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti innlent

Fimm dómarar í máli Baldurs

Dómarar í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, verða Viðar Már Matthísson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Garðar Gíslason, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir. Málið er á dagskrá dómsins 25. janúar nk.

Viðskipti innlent

Mynd Baltasars malar gull í Hollywood

Allt stefnir í að Hollywood kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, verði tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um helgina, samkvæmt mælingu vefsins boxoffice.com. Áætlar vefurinn að tekjur af myndinni muni nema 24 milljónum, jafnvirði um þriggja milljarða króna.

Viðskipti innlent

Jarðboranir selt

SF III slhf., félag í rekstri Stefnis hf., hefur gert samning um kaup á 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka.

Viðskipti innlent

Þurfa að útskýra þversögnina

Þeir sem staðhæfa að Seðlabanki Íslands hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleiki í gjaldmiðilsmálum snúist eingöngu um góða stjórnun peningamála þurfa að skýra þversögnina. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.

Viðskipti innlent

Kaupa allt að 100 milljónir evra

Seðlabanki Íslands hefur auglýst fyrsta krónuútboð sitt í tengslum við áætlun um afnám gjaldeyrishafta frá því í ágúst. Útboðið verður haldið 15. febrúar og er tvískipt. Annars vegar býðst bankinn til þess að kaupa evrur í skiptum fyrir krónur, samkvæmt fjárfestingarleiðinni svokölluðu, og hins vegar í skiptum fyrir verðtryggð ríkisskuldabréf.

Viðskipti innlent

Glitnir eignast 93% hlut í Lyfju

Þrotabú Glitnis mun eignast 92,5% hlut í Lyfju samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið við Árkaup hf. eiganda Lyfju um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Árkaup mun eftir sem áður eiga 7,5% í félaginu.

Viðskipti innlent

Breytir engu um hæfi Gunnars

Andri Árnason hæstaréttarlögmaður stendur að öllu leyti við fyrri niðurstöður sínar um hæfi Gunnars Þ. Andersens til að gegna forstjórastarfi Fjármálaeftirlitsins og telur að ekkert nýtt hafi komið fram um málið í umfjöllun Kastljóss RÚV eða í þeim gögnum sem var aflað í kjölfar umfjöllunarinnar. Þetta kemur fram í greinargerð sem Andri vann að ósk stjórnar Fjármálaeftirlitsins og skilaði í dag.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysið var 7,3%

Skráð atvinnuleysi var 7,3% í desember síðastliðnum, sem svarar til þess að 11.760 einstaklingar hafi verið án atvinnu. Var það 412 fleiri en í nóvember en þá var skráð atvinnuleysi 7,1%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Viðskipti innlent

Hæfi Gunnars til umfjöllunar hjá stjórn FME

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) mun ræða álitamál er snúa að hæfi Gunnars Andersen, forstjóra stofnunarinnar, á fundi sínum í dag auk annarra mála. Andri Árnason hrl. hefur lokið við yfirferð á máli er snéri að meintu vanhæfi Gunnars og hefur stjórn FME fengið greinargerð frá Andra inn á sitt borð.

Viðskipti innlent