Viðskipti innlent

Aurum valin Besta verslun ársins 2011

Sigurvegarinn Guðbjörg K. Ingvarsdóttir, eigandi Aurum, ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra, sem afhenti verðlaunin.
Sigurvegarinn Guðbjörg K. Ingvarsdóttir, eigandi Aurum, ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra, sem afhenti verðlaunin. fréttablaðið/valli
Njarðarskjöldurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hörpunni á fimmtudaginn var. Verslunin Aurum við Bankastræti hlaut skjöldinn í þetta sinn.

Njarðarskjöldurinn eru hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila og eru veitt árlega til þeirrar verslunar sem þykir hafa skarað fram úr í þjónustu við ferðamenn.

Skartgripa- og hönnunarverslunin Aurum hlaut titilinn Besta verslun ársins 2011 og tískuverslunin Nostalgía hlaut Freyjusómann, verðlaun sem veitt eru fyrir ferskan andblæ í verslunarflóru borgarinnar.

Fjölmenni var á athöfninni eins og sjá má á myndunum.

Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á myndina hér fyrir ofan. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×