Viðskipti innlent

Lítillega hægist á hagvextinum í Kína

Kínamúrinn er helsta tákn Kína og dregur milljónir ferðamanna að á hverju ári.
Kínamúrinn er helsta tákn Kína og dregur milljónir ferðamanna að á hverju ári.
Hagvöxtur í Kína mældist 8,9% á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt fyrstu tölum, en ársfjórðunginn þar á undan mældist hann 9,1%. Þetta er minnsti hagvöxtur sem mælst hefur í Kína í tvö ár á tímabili sem þessu, að því er fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hagvöxtur í fyrra mældist 9,2% samanborið við 10,4% árið á undan. Hagvaxtarskeiðið í Kína, með meðaltalshagvöxt upp á meira en 10%, hefur staðið í meira en áratug og er það mesta í og lengsta í meira en heila öld. Það hefur verið drifið áfram af mikilli fjárfestingu og uppbyggingu í stórum þéttbýliskjörum í landinu.

Kínverska hagkerfið er annað stærsta hagkerfi heims á eftir því bandaríska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×